Sögnin að sæta þýðir m.a. að þola, bera. Að sæta afleiðingum af e-u er þá að verða að taka afleiðingum. Að gjalda e-s er að hljóta óþægindi af e-u, hefnast fyrir e-ð. Og það hefur „gjalda afleiðinganna“ átt að…

Sögnin að sæta þýðir m.a. að þola, bera. Að sæta afleiðingum af e-u er þá að verða að taka afleiðingum. Að gjalda e-s er að hljóta óþægindi af e-u, hefnast fyrir e-ð. Og það hefur „gjalda afleiðinganna“ átt að þýða. En maður geldur þess sem hefur afleiðingarnar: geldur þess í næsta lífi að hafa drepið flugur í þessu.