„Ég held að við verðum að horfa á að þetta umhverfi hefur verið að breytast mjög hratt. Við höfum verið að sjá töluverða breytingu á íbúasamsetningu og það skiptir máli að við tökum utan um það og tryggjum að þau sem hingað koma njóti líka tækifæra.“
Gerðuð þið það?
„Það var kynnt hér heildarsýn í minni tíð í þessum málaflokki og ég vænti þess að hún sé bara í fullu gildi. En ég held að í stóru myndinni, sem varðar forsetaembættið, sé það auðvitað hlutverk forsetans að tala til allrar þjóðarinnar og líka þeirra sem eru ekki af íslenskum uppruna og eru ekki fædd hér en eru samt hluti af samfélaginu.“ Þannig bregst Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi við þegar hún er innt eftir því hvort þær breytingar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur nú boðað á innflytjendalöggjöfinni séu til marks um að hún hafi staðið gegn því að tökum yrði náð á landamærum Íslands síðustu árin.
Katrín er í ítarlegu viðtali í Spursmálum á mbl.is.