Sigþrúður Ármann
Sigþrúður Ármann
Sigþrúður Ármann varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins vék að því eftir aðalfund Ríkisútvarpsins ohf. í liðinni viku að eitt og annað væri óljóst í upplýsingagjöf þessa ríkisfyrirtækis. Þá velti hún fyrir sér orðum í ársreikningi Rúv. frá 2022, sem reyndar er eins í ársreikningi nú, að markmið stjórnar Rúv. „sé að rekstur þess sé „yfirvegaður og hallalaus“.

Sigþrúður Ármann varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins vék að því eftir aðalfund Ríkisútvarpsins ohf. í liðinni viku að eitt og annað væri óljóst í upplýsingagjöf þessa ríkisfyrirtækis. Þá velti hún fyrir sér orðum í ársreikningi Rúv. frá 2022, sem reyndar er eins í ársreikningi nú, að markmið stjórnar Rúv. „sé að rekstur þess sé „yfirvegaður og hallalaus“.

Sú gríðarlega umfangsmikla starfsemi sem fram fer hjá RÚV, sú ríka áhersla þess á að vera í samkeppni við aðra, sá mikli fjöldi starfsmanna sem þar vinnur, þær tekjur sem stofnunin hefur sem eru yfir 6.000 milljónir á ári hverju frá skattgreiðendum og um 3.000 milljónir í auglýsingatekjur sem gerir öðrum fjölmiðlum erfitt fyrir, finnst mér ekki lýsa yfirveguðum rekstri.“ Og Sigþrúður bætir við að gott væri ef stjórn gæti útskýrt fyrir henni „hvað yfirvegaður rekstur þýðir, því hér finnst mér ekki fara saman hljóð og mynd“.

Þetta eru hárréttar ábendingar. Yfirvegun er ekki beinlínis það orð sem keppinautar Rúv. á auglýsingamarkaði myndu nota til að lýsa framgöngu þess, hvort sem er með beinum auglýsingum, misnotkun yfirburðastöðu þegar kemur að stórum viðburðum eða kostunum á margvíslegum dagskrárliðum.

Stjórnendur Rúv. sýna enga tilburði í þá átt að draga úr umsvifum á auglýsingamarkaði. Á dögunum kom að vísu fram að þeir gerðu nú ráð fyrir 200 milljónum króna minni auglýsingatekjum í ár en áður, en það var ekki vegna stefnubreytingar, heldur vegna erfiðari markaðsaðstæðna!