Fyrirliði Aron Pálmarsson, fyrirliði FH og íslenska landsliðsins, með boltann í gærkvöldi. Hann skoraði átta mörk og var markahæstur hjá FH.
Fyrirliði Aron Pálmarsson, fyrirliði FH og íslenska landsliðsins, með boltann í gærkvöldi. Hann skoraði átta mörk og var markahæstur hjá FH. — Morgunblaðið/Óttar
Deildarmeistarar FH eru komnir í 1:0 í einvígi sínu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum ÍBV í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta eftir heimasigur í fyrsta leik í gærkvöldi, 36:31. FH náði snemma forystu og var staðan í hálfleik 20:15

Deildarmeistarar FH eru komnir í 1:0 í einvígi sínu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum ÍBV í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta eftir heimasigur í fyrsta leik í gærkvöldi, 36:31.

FH náði snemma forystu og var staðan í hálfleik 20:15. ÍBV tókst að minnka muninn í tvö mörk í seinni hálfleiknum en FH-ingar héldu undirtökunum og sigldu verðskulduðum fimm marka sigri í höfn.

Aron Pálmarsson kann best við sig í stóru leikjunum og hann var markahæstur hjá FH í gær með átta mörk. Símon Michael Guðjónsson bætti við sjö.

Hjá ÍBV var Elmar Erlingsson atkvæðamestur eins og oft áður, en hann gerði ellefu mörk. Kári Kristján Kristjánsson bætti við sex.

Sigurliðið í einvíginu mætir annaðhvort Val eða Aftureldingu í úrslitaeinvígi. Annar leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum á fimmtudagskvöld.