Washington Fánar Úkraínu blöktu fyrir utan þinghúsið á meðan frumvarpið var rætt þar innandyra.
Washington Fánar Úkraínu blöktu fyrir utan þinghúsið á meðan frumvarpið var rætt þar innandyra. — AFP/Getty Images/Nathan Howard
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í fyrradag frumvarp um hernaðaraðstoð við Úkraínu sem metin er á um 60,1 milljarð bandaríkjadala, en um hálft ár er nú liðið frá því að fjárheimildir Bandaríkjanna til stuðnings við Úkraínumenn runnu út

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í fyrradag frumvarp um hernaðaraðstoð við Úkraínu sem metin er á um 60,1 milljarð bandaríkjadala, en um hálft ár er nú liðið frá því að fjárheimildir Bandaríkjanna til stuðnings við Úkraínumenn runnu út.

Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta þingmanna en 311 greiddu atkvæði með því og 112 á móti. Öll mótatkvæðin komu frá fulltrúum repúblikana, en Marjorie Taylor-Greene, fulltrúi þeirra í Georgíuríki, hafði áður heitið því að leggja fram vantraust á Mike Johnson, forseta deildarinnar, vegna frumvarpsins.

Fulltrúadeildin greiddi einnig atkvæði með sérstökum frumvörpum um hernaðaraðstoð við Ísrael og Taívan, sem og frumvarp um bann á TikTok-forritinu nema eigendur þess slíti á tengsl sín við Kína. Samkvæmt reglum sem deildin samþykkti á föstudaginn um afgreiðslu frumvarpanna fjögurra verða þau nú sameinuð í einu frumvarpi sem gengur til öldungadeildarinnar. sgs@mbl.is