Aukvisi sést og heyrist æ sjaldnar og er leitt til þess að vita því það mundi nýtast vel í umræðuhefð okkar: aumingi , örkvisi , væskill , ættleri , segir Orðsifjabók og samheiti í…

Aukvisi sést og heyrist æ sjaldnar og er leitt til þess að vita því það mundi nýtast vel í umræðuhefð okkar: aumingi, örkvisi, væskill, ættleri, segir Orðsifjabók og samheiti í Ísl. orðabók eru m.a. afturkreista, kveif, ræfilstyrðill og pervisi. Orðabók Árnastofnunar er óþarflega lin: óduglegur maður til verka eða náms.