Laxey Seiði í eldiskerum Laxeyjar.
Laxey Seiði í eldiskerum Laxeyjar. — Ljósmynd/Laxey
Bæði innlendir og erlendir fjárfestar taka þátt í hlutafjáraukningu fiskeldisfyrirtækisins Laxeyjar í Vestmannaeyjum, en hlutafé fyrirtækisins verður aukið um 40 milljónir evra sem jafngildir um sex milljörðum króna

Bæði innlendir og erlendir fjárfestar taka þátt í hlutafjáraukningu fiskeldisfyrirtækisins Laxeyjar í Vestmannaeyjum, en hlutafé fyrirtækisins verður aukið um 40 milljónir evra sem jafngildir um sex milljörðum króna.

Þetta staðfestir Lárus Ásgeirsson stjórnarformaður Laxeyjar í samtali við Morgunblaðið og segir að ánægjulegt sé að landeldi á Íslandi fái alþjóðlega fjármögnun.

Stærsti einstaki fjárfestirinn er þýska fyrirtækið Blue Future Holding. Eftir sem áður eru innlendir stærstu eigendur með 80% hlut. » 6