— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grilluð sigin grásleppa er á meðal þess sem á boðstólum verður á bryggjuhátíðinni á Drangsnesi í júlí. Margrét Bjarnadóttir var í óðaönn að hengja upp grásleppu úr öðrum róðri vertíðarinnar þegar ljósmyndari Morgunblaðsins renndi við

Grilluð sigin grásleppa er á meðal þess sem á boðstólum verður á bryggjuhátíðinni á Drangsnesi í júlí. Margrét Bjarnadóttir var í óðaönn að hengja upp grásleppu úr öðrum róðri vertíðarinnar þegar ljósmyndari Morgunblaðsins renndi við. „Á bryggjuhátíðinni grillum við hana og hún nýtur mikilla vinsælda eins og annað sem við bjóðum upp á á fiskihlaðborðinu,“ segir Margrét í samtali við Morgunblaðið. Bryggjuhátíðin á Drangsnesi fer fram 20. júlí og er áðurnefnt fiskihlaðborð meðal dagskrárliða á hátíðinni.