Kosn­ing utan kjör­fund­ar er­lend­is vegna for­seta­kosn­inga 1. júní 2024 hefst 2. maí og fer fram skv. ákvæðum 70. gr. laga um kosn­ing­ar til Alþingis. Kjörstaðir eru all­ar sendiskrif­stof­ur Íslands (nema fasta­nefnd hjá NATO í Brus­sel),…

Kosn­ing utan kjör­fund­ar er­lend­is vegna for­seta­kosn­inga 1. júní 2024 hefst 2. maí og fer fram skv. ákvæðum 70. gr. laga um kosn­ing­ar til Alþingis. Kjörstaðir eru all­ar sendiskrif­stof­ur Íslands (nema fasta­nefnd hjá NATO í Brus­sel), aðalræðis­skrif­stof­ur í Winnipeg, Þórs­höfn og Nuuk og hjá kjör­ræðismönn­um, að því er ut­an­rík­is­ráðuneytið grein­ir frá.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að kjós­end­um sé ráðlagt að hafa sam­band við sendiskrif­stof­ur og kjör­ræðis­menn og bóka tíma eft­ir sam­komu­lagi til að kjósa. Á vef ut­an­­­rík­is­ráðuneyt­is­ins megi finna upp­lýs­ing­ar um sendiskrif­stof­ur Íslands og kjör­ræðis­menn eft­ir lönd­um.

Á Ísland.is er birt upp­lýs­inga­efni bæði á ís­lensku og ensku.