Hafnarfjörður Íbúar voru rúmlega 30 þúsund talsins í byrjun árs.
Hafnarfjörður Íbúar voru rúmlega 30 þúsund talsins í byrjun árs. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Hafnarfjarðarbær skilaði 808 milljóna króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta kom fram í ársreikningi bæjarins sem var lagður fram í bæjarráði í gær. „Rekstur Hafnarfjarðarbæjar gekk mjög vel á síðasta ári þrátt fyrir krefjandi árferði í…

Hafnarfjarðarbær skilaði 808 milljóna króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta kom fram í ársreikningi bæjarins sem var lagður fram í bæjarráði í gær.

„Rekstur Hafnarfjarðarbæjar gekk mjög vel á síðasta ári þrátt fyrir krefjandi árferði í rekstri sveitarfélaga,“ er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra í tilkynningu.

Rekstrargjöld jukust

Veltufé nam 2.635 milljónum króna og var 904 milljónum yfir áætlun.

Rekstrartekjur námu 47,3 milljörðum króna og jukust um 5,4 milljarða milli ára. Þar af jukust tekjur vegna útsvars og fasteignaskatta um 3,1 milljarð. Rekstrargjöld voru 42 milljarðar og jukust um 5,4 milljarða milli ára. Hlutfall launa og launatengdra gjalda sem hlutfall af heildartekjum var um 47%.

Fjárfestingar numu 7,1 milljarði króna og samsvarar það 74% aukningu milli ára.