Falsað eða ekki falsað?
Falsað eða ekki falsað?
Íslendingar kaupa síður falsaðar vörur en aðrir Evrópubúar. Engu að síður finnst tæplega helmingi þjóðarinnar, eða 46%, stundum í lagi að festa kaup á falsaðri vöru eða eftirlíkingu. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir Hugverkastofu fyrr í mánuðinum

Íslendingar kaupa síður falsaðar vörur en aðrir Evrópubúar. Engu að síður finnst tæplega helmingi þjóðarinnar, eða 46%, stundum í lagi að festa kaup á falsaðri vöru eða eftirlíkingu.

Þetta eru niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir Hugverkastofu fyrr í mánuðinum. Þar kom fram að um 9% Íslendinga hefðu keypt falsanir eða eftirlíkingar á undanförnum 12 mánuðum, mest á erlendum vefsíðum. Langflestir nefna lægra verð sem helstu ástæðu þess að hafa keypt falsaða vöru. Var fólk á aldrinum 18 til 29 ára líklegra til að hafa keypt falsaðar vörur eða eftirlíkingar síðasta árið.

Lítill munur var á svörum kynjanna um hvort þau hefðu keypt falsaðar vörur eður ei. Aftur á móti var munur á þeim vörum sem fest voru kaup á. Þannig keyptu konur helst gleraugu eða sólgleraugu og skartgripi, á meðan karlar keyptu frekar merkjavöruföt og íþróttaföt.

Samkvæmt könnun á vegum Hugverkastofu Evrópusambandsins sem gerð var í fyrra hafa 13% Evrópubúa vísvitandi keypt falsaðar vörur síðasta árið. Þá telur þriðjungur þeirra í lagi að kaupa falsaðar vörur, ef ekta vörur eru of dýrar. Nánar á mbl.is.