Dommaraju Gukesh
Dommaraju Gukesh
Indverski stórmeistarinn Dommaraju Gukesh tryggði sér á sunnudaginn sigur í áskorendamóti FIDE eftir að hann gerði jafntefli við Bandaríkjamanninn Hikaru Nakamura í lokaumferð mótsins. Gukesh er einungis 17 ára gamall, og er hann því yngsti…

Indverski stórmeistarinn Dommaraju Gukesh tryggði sér á sunnudaginn sigur í áskorendamóti FIDE eftir að hann gerði jafntefli við Bandaríkjamanninn Hikaru Nakamura í lokaumferð mótsins.

Gukesh er einungis 17 ára gamall, og er hann því yngsti skákmaðurinn í sögunni sem hefur unnið sér inn keppnisrétt gegn ríkjandi heimsmeistara um heimsmeistaratitil FIDE. Gukesh mun tefla við núverandi heimsmeistara, Ding Liren, síðar á þessu ári.