90 ára Karl Jóhannsson fæddist 23. apríl 1934 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann er lærður húsasmíðameistari og vann sem slíkur í mörg ár. Kalli Jóh. var einn af bestu handknattleiksmönnum landsins. Hann lék í landsliðinu í fjöldamörg ár og lék með Ármanni, KR og HK

90 ára Karl Jóhannsson fæddist 23. apríl 1934 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann er lærður húsasmíðameistari og vann sem slíkur í mörg ár.

Kalli Jóh. var einn af bestu handknattleiksmönnum landsins. Hann lék í landsliðinu í fjöldamörg ár og lék með Ármanni, KR og HK. Hann hætti að keppa í meistaraflokki 45 ára og á að baki 667 leiki í meistaraflokki. Hann sinnti dómarastörfum til fimmtugs og var fyrsti milliríkjadómari Íslands í handknattleik og dæmdi á mörgum stórum handknattleiksmótum.

Þegar Kalli var að hætta í handboltanum fór golfíþróttin að eiga hug hans allan. Hann var formaður GR á árunum 1983-1985 og hefur unnið ýmis sjálfboðaliðastörf fyrir GR allt frá árinu 1965 og sinnir því enn þann dag í dag.

Hann hefur einnig gegnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum. Hann var í stjórn GR í 10 ár og hefur starfað við undirbúning og framkvæmd ýmissa viðburða og verið viðriðinn uppbyggingu GR til fjölda ára. Hann er heiðursfélagi GR og hefur einnig verið sæmdur fjöldamörgum heiðursmerkjum hjá hinum ýmsu íþróttafélögum og sérsamböndum. Árið 2022 var Kalli útnefndur sjálfboðaliði ársins hjá Golfsambandi Íslands.

„Að starfa fyrir íþróttafélag sem sjálfboðaliði er alla jafna gefandi og skemmtilegt,“ er haft eftir honum. Karl sá tækifæri til að bæta og gera félagsstarf eldri kylfinga öflugra hjá GR og hefur haldið því áfram allar götur síðan til dagsins í dag.

Kalli hefur ávallt unnið óeigingjarnt starf í þágu handboltans og golfíþróttarinnar á Íslandi.

Fjölskylda Kalli Jóh. er giftur Unni Óskarsdóttur, f. 1938, til 65 ára og og er brúðkaupsdagur þeirra einmitt í dag. Þau eiga tvo syni, Karl Ómar Karlsson, f. 1968, og Jón Karlsson, f. 1969, báðir menntaðir grunnskólakennarar og golfkennarar. Auk þess eiga þau barna- og barnabarnabörn. Foreldrar Kalla voru Fjóla Nielsen, f. 1917, d. 1996, verkakona í Reykjavík, og Jóhann Kristinn Guðmundsson, f. 1909, d. 1995, bílstjóri á Keflavíkurflugvelli.