— AFP/Yuki Iwamura
Donald Trump, fyrrv. Bandaríkjaforseti og frambjóðandi repúblikana í næstu kosningum, sést hér við formlegt upphaf réttarhalda í máli New York-ríkis gegn sér. Hófst réttarhaldið í gær á því að saksóknarar og verjendur ávörpuðu kviðdóm í málinu

Donald Trump, fyrrv. Bandaríkjaforseti og frambjóðandi repúblikana í næstu kosningum, sést hér við formlegt upphaf réttarhalda í máli New York-ríkis gegn sér. Hófst réttarhaldið í gær á því að saksóknarar og verjendur ávörpuðu kviðdóm í málinu.

Matthew Colangelo, einn af saksóknurum í málinu, fór í upphafsræðu sinni yfir ákæruna á hendur Trump, en honum er gefið að sök að hafa notað fjármagn, sem ætlað var forsetaframboði hans 2016, ólöglega til þess að hylma yfir nokkur hneykslismál sem hefðu getað haft neikvæð áhrif á framboð Trumps.

Todd Blanche, verjandi Trumps, (t.v. á myndinni), svaraði ræðu Colangelos og sagði að skjólstæðingur sinn væri saklaus og að saksóknarar hefðu aldrei átt að ákæra Trump.