Thorgerd E. Mortensen fæddist 1. apríl 1929. Hún lést 24. mars 2024.

Útför Thorgerdar var gerð 19. apríl 2024.

Minning þín er mér ei gleymd;

mína sál þú gladdir;

innst í hjarta hún er geymd,

þú heilsaðir mér og kvaddir.

(Káinn)

Kær félagi í Inner Wheel-klúbbi Hafnarfjarðar, Thorgerd Elísa Mortensen, er farin heim. Ég kynntist Thorgerd fljótlega eftir að ég gifti mig þar sem hún var í vinahópi tengdaforeldra minna. Hún var alltaf létt í skapi og ljómaði af henni. Síðar þegar ég gekk í klúbbinn 1998 kynntist ég henni enn betur. Hún var ein af stofnfélögum klúbbsins 1976 og forseti hans 1989-1990 en gegndi áður ýmsum embættisstörfum.

Mér er minnisstæð ferð með Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar til Færeyja 1999 þegar hún bauð okkur á æskuheimili sitt í Fróðba á Suðurey, Þar fórum við líka í kaupfélagið. Thorgerd var svo leiðsögumaður hópsins um eyna.

Meðan heilsa leyfði mætti hún á fundi.

Við söknum fallega brossins og hugsum hlýtt til þeirra sem á undan eru farnar. Minning hennar lifir.

Ljúfi drottinn lýstu mér,

svo lífsins veg ég finni

láttu ætíð ljós frá þér

ljóma í sálu minni.

(Gísli Gíslason á Uppsölum)

Fyrir hönd stjórnar Inner Wheel-klúbbs Hafnarfjarðar vottum við fjölskyldu allri innilegustu samúð og biðjum Guð að blessa ykkur öll.

Kristjana Þórdís
Ásgeirsdóttir.