— Morgunblaðið/Eggert
Fyrsta „stóra“ skemmtiferðaskip sumarsins lagðist að Skarfabakka í Sundahöfn á sunnudagskvöldið. Skipið heitir MSC Poesia, er 92.627 brúttótonn og tekur 2.550 farþega. Það leggur úr höfn í dag

Fyrsta „stóra“ skemmtiferðaskip sumarsins lagðist að Skarfabakka í Sundahöfn á sunnudagskvöldið. Skipið heitir MSC Poesia, er 92.627 brúttótonn og tekur 2.550 farþega. Það leggur úr höfn í dag. Búist er við heldur fleiri farþegum til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum en í fyrrasumar.

Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum er gert ráð fyrir 308.584 farþegum í sumar. Það verður því líf og fjör á Skarfabakka alla daga fram á haust, þegar hinni árlegu sumarvertíð lýkur. » 11 og 15