Röð stórra jarðskjálfta skók íbúa Taívan-eyju í gærkvöldi. Jarðskjálftahrinan hófst um fimmleytið að staðartíma, eða níu um morguninn að íslenskum tíma, en þá skall skjálfti af stærðinni 5,5 á eyjunni

Röð stórra jarðskjálfta skók íbúa Taívan-eyju í gærkvöldi. Jarðskjálftahrinan hófst um fimmleytið að staðartíma, eða níu um morguninn að íslenskum tíma, en þá skall skjálfti af stærðinni 5,5 á eyjunni. Fannst sá vel í höfuðborg eyjunnar, Taípei.

Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið, en stærsti skjálftinn í hrinunni skall á um tíuleytið um kvöldið að staðartíma. Mældist sá 5,9 að stærð og var hann á um 8,6 kílómetra að mati veðurstofu Taívans.

Þetta er önnur stóra jarðskjálftahrinan sem skellur á Taívan í þessum mánuði, en skjálfti af stærðinni 7,4 varð 3. apríl. Að minnsta kosti 17 manns fórust af völdum þess skjálfta, en hann markaði verstu náttúruhamfarirnar á Taívan frá árinu 1999.

Ekki var ljóst hvort nokkur mannskaði hefði orðið af völdum skjálftahrinunnar í gær, en hún olli skriðum sums staðar á vegum. Jarðskjálftar eru mjög tíðir í Taívan, þar sem eyjan er á flekamótum.