Ellefu Andri Lucas Guðjohnsen er aðalmarkaskorari Lyngby.
Ellefu Andri Lucas Guðjohnsen er aðalmarkaskorari Lyngby. — Ljósmynd/Szilvia Micheller
Andri Lucas Guðjohnsen er annar tveggja markahæstu leikmanna dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir að hafa skorað mark liðsins í tapleik gegn Viborg, 2:1, um helgina. Hann hefur þar með gert fjögur mörk í fimm síðustu leikjum Lyngby

Andri Lucas Guðjohnsen er annar tveggja markahæstu leikmanna dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir að hafa skorað mark liðsins í tapleik gegn Viborg, 2:1, um helgina. Hann hefur þar með gert fjögur mörk í fimm síðustu leikjum Lyngby. Andri er nú kominn með 11 mörk á tímabilinu og búinn að jafna við Cho Gue-sung sóknarmann Midtjylland, sem er líka með 11 mörk. Á hæla þeirra kemur hópur leikmanna með 10 mörk hver.