Söngfjelagið, ásamt góðum gestum, fagnar sumarkomunni í Iðnó að kvöldi síðasta vetrardags, miðvikudaginn 24. apríl, kl. 20. „Við fögnum komu sumars og endurvekjum ungmennafélagsstemninguna með skemmtun og dansleik við Reykjavíkurtjörn

Söngfjelagið, ásamt góðum gestum, fagnar sumarkomunni í Iðnó að kvöldi síðasta vetrardags, miðvikudaginn 24. apríl, kl. 20. „Við fögnum komu sumars og endurvekjum ungmennafélagsstemninguna með skemmtun og dansleik við Reykjavíkurtjörn. Danshópurinn Sporið ásamt hljómsveit býður upp í dans. Söngfjelagið og Kirkjukór Akraness, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, skella í nokkur vel valin sönglög og hver veit nema við heyrum meðal annars í lóunni og krumma. Loks verður talið í og skellt í eitt allsherjar gleði- og dansiball. Söngfjelagsbandið, Karl og mennirnir spila og syngja inn í fyrstu nótt sumarsins,“ segir í viðburðarkynningu. Miðar eru seldir við innganginn.