Sigurður Ingi Jóhannssson
Sigurður Ingi Jóhannssson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Flokksþing Framsóknarflokksins var haldið um helgina, en þrátt fyrir verulegan mótbyr í skoðanakönnunum var mikil eining á fundinum og flokksforystan endurkjörin vandræðalaust. Björn Ingi Hrafnsson á Viljanum er vel kunnugur í Framsókn og fjallaði um hið helsta sem þar fór fram. Ekki síst þó þegar forystumennirnir hnýttu í aðra flokka.

Flokksþing Framsóknarflokksins var haldið um helgina, en þrátt fyrir verulegan mótbyr í skoðanakönnunum var mikil eining á fundinum og flokksforystan endurkjörin vandræðalaust. Björn Ingi Hrafnsson á Viljanum er vel kunnugur í Framsókn og fjallaði um hið helsta sem þar fór fram. Ekki síst þó þegar forystumennirnir hnýttu í aðra flokka.

Fyrst í stjórn: „Sigurður Ingi Jóhannsson sagði ekki hægt fyrir skynsamt fólk að mótmæla því að orkuskortur væri hér á landi, þegar nýta þyrfti díselolíu til að knýja verksmiðjur og hita upp heimili í heilu landshlutunum. Sakaði hann Vinstri-græn um að kalla í reynd eftir lífskjararýrnun.“

Og svo í stjórnarandstöðu: „Lilja Alfreðsdóttir […] spurði hvort einhver tæki virkilega mark á Samfylkingunni, sakaði flokkinn um að stela stefnumálum Framsóknar og ætla með stefnubreytingum að koma sér fyrir á miðju íslenskra stjórnmála. Allt í einu tali Samfylkingin eins og hún sé andsnúin aðild að ESB, fylgjandi aukinni orkuöflun með virkjanaframkvæmdum og styðji hert útlendingalög.“

Ástæðan sé einföld; Framsókn vilji endurheimta fylgi frá Samfylkingunni: „Komið er kosningahljóð í flesta flokka, ef ekki alla, og búist við kosningum í haust eða snemma vetrar. Framsókn er með flokksþingi komið í landsþekktan kosningagír.“