Varmá Saga Sif Gísladóttir átti stórleik í marki Aftureldingar.
Varmá Saga Sif Gísladóttir átti stórleik í marki Aftureldingar. — Ljósmynd/Kristinn Steinn
Afturelding vann Gróttu, 28:24, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspilsins um sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í Mosfellsbæ í gærkvöld. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í úrvalsdeild

Afturelding vann Gróttu, 28:24, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspilsins um sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í Mosfellsbæ í gærkvöld. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í úrvalsdeild. Annar leikur liðanna fer fram á Seltjarnarnesi á fimmtudag. Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir skoraði fimm mörk fyrir Aftureldingu og Katrín Anna Ásmundsdóttir fimm fyrir Gróttu. Saga Sif Gísladóttir varði 15 skot í marki Aftureldingar.