Yrsa Sigurðardóttir
Yrsa Sigurðardóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Glæpasagnahöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Arnaldur Indriðason eru tilnefnd til Gullrýtingsins í Bretlandi fyrir bestu þýddu glæpasöguna. Um er að ræða virtustu glæpasagnaverðlaun Bretlands en The Crime Writers’ Association stendur að þeim

Glæpasagnahöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Arnaldur Indriðason eru tilnefnd til Gullrýtingsins í Bretlandi fyrir bestu þýddu glæpasöguna. Um er að ræða virtustu glæpasagnaverðlaun Bretlands en The Crime Writers’ Association stendur að þeim.

Tólf bækur eru á langlista sem hefur verið kynntur en hann verður síðan styttur niður í sex bækur. Stuttlistinn verður tilkynntur á Crimefest í Bristol þann 10. maí næstkomandi. Yrsa er tilnefnd fyrir Bráðina sem valin var besta íslenska glæpasagan árið 2020 og Arnaldur fyrir Stúlkuna á brúnni. Victoria Cribb þýddi Bráðina en Phil Roughton þýddi bók Arnalds. hdm@mbl.is