[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Vigdís Jónsdóttir forstjóri VIRK fagnaði nýjungum á örorkulífeyriskerfinu í innleggi sínu á fundinum. Hún telur gríðarleg tækifæri vera í kerfisbreytingunum sem koma meðal annars til með að tryggja fólki framfærslu á meðan það er á biðlistum eða fer á milli kerfa

Vigdís Jónsdóttir forstjóri VIRK fagnaði nýjungum á örorkulífeyriskerfinu í innleggi sínu á fundinum.

Hún telur gríðarleg tækifæri vera í kerfisbreytingunum sem koma meðal annars til með að tryggja fólki framfærslu á meðan það er á biðlistum eða fer á milli kerfa. Að koma í veg fyrir fjárhagsáhyggjur tryggir betri árangur í endurhæfingu, sagði hún.

Einnig sé mikilvægt að fólki gefist nú tækifæri til að vinna með hækkuðu frítekjumarki. Þær breytingar segir Vigdís öllu samfélaginu til hagsbóta.

Þá fagnar hún almennri áherslu á endurhæfingu og því skilyrði að stofnanir starfi meira saman. „Með því búum við til betri og meiri tækifæri fyrir okkar fólk.“