Halldór Benjamín Þorbergsson tók við starfi forstjóra Regins í fyrravor.
Halldór Benjamín Þorbergsson tók við starfi forstjóra Regins í fyrravor.
Reginn fasteignafélag hefur lagt fram tillögu um sölu á 41 fasteign, alls um 90 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði, úr væntanlegu sameinuðu eignasafni Regins og Eikar. Meginþorri eignanna kemur úr núverandi eignasafni Eikar, eða um 76 þúsund fermetrar

Reginn fasteignafélag hefur lagt fram tillögu um sölu á 41 fasteign, alls um 90 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði, úr væntanlegu sameinuðu eignasafni Regins og Eikar. Meginþorri eignanna kemur úr núverandi eignasafni Eikar, eða um 76 þúsund fermetrar.

Tillaga Regins er liður í því að ná sáttum við Samkeppniseftirlitið (SKE) sem hefur haft yfirtökutilboð Regins á Eik til skoðunar. Að stærstum hluta er um að ræða sölu á skrifstofu- og verslunarhúsnæði á ákveðnum samkeppnissvæðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Lagt er til að eignasalan muni eiga sér stað á tveimur sölutímabilum á ríflega þriggja ára tímabili. Þá hafa Reginn og Kaldalón hafið viðræður um möguleg kaup Kaldalóns á fasteignum sem telja um 47 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

SKE hefur nú þegar óskað eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila vegna þessa.