Tíu Aron Hólm Kristjánsson sækir að marki Fjölnis í gær. Hann átti stórleik, skoraði tíu mörk og átti stóran þátt í að Þórsarar jöfnuðu einvígið.
Tíu Aron Hólm Kristjánsson sækir að marki Fjölnis í gær. Hann átti stórleik, skoraði tíu mörk og átti stóran þátt í að Þórsarar jöfnuðu einvígið. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Aron Hólm Kristjánsson átti stórleik fyrir Þór þegar liðið hafði betur gegn Fjölni í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í efstu deild karla í handbolta í Höllinni á Akureyri í gærkvöldi, 25:20. Aron skoraði tíu mörk og átti því mjög stóran þátt í…

Aron Hólm Kristjánsson átti stórleik fyrir Þór þegar liðið hafði betur gegn Fjölni í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í efstu deild karla í handbolta í Höllinni á Akureyri í gærkvöldi, 25:20.

Aron skoraði tíu mörk og átti því mjög stóran þátt í að Þór jafnaði einvígið í 1:1, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í efstu deild.

Akureyringar voru sterkari aðilinn allan tímann og náðu mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik, 10:3.

Staðan í hálfleik var 16:12, Þór í vil, og Akureyringar voru með átta marka forskot þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Sigldu norðanmenn sigrinum af öryggi í höfn.

Arnór Þorri Þorsteinsson skoraði fjögur mörk fyrir Þór en Elvar Ólafsson og Björgvin Páll Rúnarsson voru markahæstir hjá Fjölni með fimm mörk hvor.

Þriðji leikur liðanna fer fram í Dalhúsum í Grafarvogi á föstudaginn kemur, 26. apríl.