Vocal Project – poppkór Íslands fagnar sumrinu með tónleikum í Gamla bíói að kvöldi sumardagsins fyrsta, 25. apríl, kl. 20. „Í þetta skiptið er innblásturinn hvorki meira né minna en Hollywood og Broadway

Vocal Project – poppkór Íslands fagnar sumrinu með tónleikum í Gamla bíói að kvöldi sumardagsins fyrsta, 25. apríl, kl. 20. „Í þetta skiptið er innblásturinn hvorki meira né minna en Hollywood og Broadway. Frá gömlum klassískum slögurum úr Mary Poppins, Les Misérables og West Side Story til nýklassíkera úr smiðju Tims Minchins, Lin-Manuels Miranda og Billie Eilish,“ segir í viðburðarkynningu. Einnig verða á dagskrá þau lög sem kórinn flytur í kórakeppninni Cracovia Cantans í Kraká í sumar. Hljómsveit kvöldsins skipa Guðmundur Stefán Þorvaldsson á gítar, Sam Pegg á bassa, Helga Ragnarsdóttir á hljómborð og Jón Geir Jóhannsson á trommur. Miðar fást á tix.is.