Speglun Eitt verkanna á sýningunni.
Speglun Eitt verkanna á sýningunni.
Rósamál og lagskipt táknkerfi nefnist sýning sem opnuð hefur verið í Portfolio Galleríi. Þar getur að líta myndverk eftir Ólöfu Björgu Björnsdóttur myndlistarkonu og ljóðskreytingar eftir Jón Proppé listfræðing

Rósamál og lagskipt táknkerfi nefnist sýning sem opnuð hefur verið í Portfolio Galleríi. Þar getur að líta myndverk eftir Ólöfu Björgu Björnsdóttur myndlistarkonu og ljóðskreytingar eftir Jón Proppé listfræðing.

„Sýnd eru myndverk sem Ólöf Björg hefur unnið síðustu ár, ýmist á pappír eða striga. Ólöf kannar tjáningarmöguleika mannslíkamans í verkum sínum og þótt hún vinni með fyrirsætum er eins og fólkið í myndunum spretti beint úr hugarfylgsnum hennar og hver og einn öðlist sitt eigið líf, persónu og sögu sem áhorfandinn getur skynjað og rakið í huga sér,“ segir í tilkynningu.

Þar kemur fram að samhliða sýningaropnun um síðustu helgi hafi komið út bók sem Ólöf og Jón Proppé unnu saman og byggir á stórri myndröð á sýningunni og Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar. „Bókverkið er afrakstur margra ára vináttu og samstarfs þeirra, og endurspeglar sameiginlegan áhuga þeirra á myndgerð, tungumáli og heimspekilegum pælingum.“ Sýningin stendur til 4. maí.