Stórsigur Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal, Declan Rice og Leandro Trossard fagna fjórða markinu með markaskoraranum Kai Havertz í gær.
Stórsigur Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal, Declan Rice og Leandro Trossard fagna fjórða markinu með markaskoraranum Kai Havertz í gær. — AFP/Glyn Kirk
Arsenal gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur á Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi, 5:0. Arsenal er í toppsætinu með 77 stig, þremur stigum á undan Liverpool, sem á leik til góða, og fjórum stigum á undan Manchester City, sem á tvo leiki til góða

Arsenal gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur á Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi, 5:0.

Arsenal er í toppsætinu með 77 stig, þremur stigum á undan Liverpool, sem á leik til góða, og fjórum stigum á undan Manchester City, sem á tvo leiki til góða.

Leandro Trossard skoraði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu og urðu mörkin í fyrri hálfleik ekki fleiri.

Arsenal gekk á lagið í seinni hálfleik. Ben White tvöfaldaði forskotið á 52. mínútu og Kai Havertz bætti við tveimur mörkum á 57. og 65. mínútu. White var svo aftur á ferðinni á 70. mínútu og þar við sat.

Chelsea er í níunda sæti með 47 stig og má muna fífil sinn fegurri.

Arsenal mætir Tottenham í grannaslag í næstu umferð og þarf á sigri að halda, auk þess sem liðið verður að treysta á að Manchester City tapi stigum.