Kjaraviðræður Nokkur mál eru til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara.
Kjaraviðræður Nokkur mál eru til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara. — Morgunblaðið/Golli
Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu og samninganefnd þess ákvað í gær að vísa kjaraviðræðum við ríkið til ríkissáttasemjara. Sameyki er innan BSRB og er fjölmennasta stéttarfélag opinberra starfsmanna

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu og samninganefnd þess ákvað í gær að vísa kjaraviðræðum við ríkið til ríkissáttasemjara. Sameyki er innan BSRB og er fjölmennasta stéttarfélag opinberra starfsmanna. Ekki höfðu önnur BSRB-félög vísað kjaraviðræðum sínum til sáttameðferðar í gærdag.

Í tilkynningu frá Sameyki í gær segir að samningsaðilar hafi fundað í kjaradeilunni síðan í febrúar og að fulltrúar samninganefndar Sameykis telji fullreynt að ná samkomulagi milli aðila án milligöngu ríkissáttasemjara.

„Sameyki lagði fram kröfugerð í febrúar síðastliðnum. Félagsfólk sem samið verður fyrir telur um 4.500 sem starfa hjá ríkinu,“ segir þar ennfremur.

BSRB semur fyrir hönd aðildarfélaganna um sameiginleg mál þeirra gagnvart ríki og sveitarfélögum. Hefur þeim viðræðum ekki verið vísað til ríkissáttasemjara.

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) og Sameyki vísuðu kjaradeilu við Isavia og Samtök atvinnulífsins til sáttasemjara 8. apríl sl. Boðað er til sáttafundar í deilunni í dag. omfr@mbl.is