Meistarar Íslandsmeistarar síðasta árs: Sigurbjörn Haraldsson, Birkir Jón Jónsson, Matthías Þorvaldsson, Bjarni Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson sem var fyrirliði sveitarinnar en hann lést á síðasta ári.
Meistarar Íslandsmeistarar síðasta árs: Sigurbjörn Haraldsson, Birkir Jón Jónsson, Matthías Þorvaldsson, Bjarni Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson sem var fyrirliði sveitarinnar en hann lést á síðasta ári.
Úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni í brids hefjast á morgun í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ en mótinu lýkur á sunnudag. Tólf sveitir keppa til úrslita, átta af höfuðborgarsvæðinu, ein frá Vesturlandi, ein frá Norðurlandi, ein frá Austurlandi og ein frá Suðurlandi

Úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni í brids hefjast á morgun í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ en mótinu lýkur á sunnudag. Tólf sveitir keppa til úrslita, átta af höfuðborgarsvæðinu, ein frá Vesturlandi, ein frá Norðurlandi, ein frá Austurlandi og ein frá Suðurlandi.

Núverandi Íslandsmeistarar í sveit InfoCapital eru meðal keppenda og eru taldir líklegir til að verja titil sinn. Spilamennskan hefst kl 10. Hægt er að fylgjast með stöðunni í leikjunum á vef Bridgesambandsins, bridge.is, og með spilamennsku í völdum leikjum í hverri umferð á vefnum bridgebase.com. Sveitirnar 12 spila fyrst einfalda umferð sem lýkur síðdegis á laugardag. Fjórar efstu sveitirnar spila síðan til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag.