Frá Póllandi Úr kvikmyndinni um ferðahundinn Lampo.
Frá Póllandi Úr kvikmyndinni um ferðahundinn Lampo.
Þrjár kvikmyndir verða sýndar á pólskum kvikmyndadögum í Bíó Paradís dagana 25.-28. apríl og eru þeir í samstarfi við pólska sendiráðið hér á landi. Þrjár kvikmyndir verða sýndar: Pianoforte, Figurant og O psie, który jezdzil koleja

Þrjár kvikmyndir verða sýndar á pólskum kvikmyndadögum í Bíó Paradís dagana 25.-28. apríl og eru þeir í samstarfi við pólska sendiráðið hér á landi. Þrjár kvikmyndir verða sýndar: Pianoforte, Figurant og O psie, który jezdzil koleja.

Fimmtudaginn 25. apríl kl. 19 verður Pianoforte sýnd, heimildarmynd eftir Jakub Piatek sem fjallar um alþjóðlegu Chopin-píanókeppnina sem er haldin á fimm ára fresti í Varsjá í Póllandi. Í henni taka þátt hæfileikaríkustu ungu píanóleikarar heims og segir á vef Bíós Paradísar að skyggnst sé bakvið tjöldin og uppvaxtarsaga ungs fólks rakin í gegnum tónlistina.

Figurant, á ensku Strawman sem á íslensku þýðir fuglahræða, er lýst sem sálfræðilegu portretti af Budny nokkrum, leyniþjónustumanni sem fylgdi eftir Karol Wojtyla í um 20 ár. Wojtyla var þá biskup og síðar Jóhannes Páll páfi II. O psie, który jezdzil koleja eða Lampo, the travelling dog á ensku, Ferðahundurinn Lampo þá væntanlega í íslenkri þýðingu, segir af ungri stúlku, Zuziu. Faðir hennar er starfsmaður járnbrautanna og verður smalahundur besti vinur stúlkunnar sem glímir við hjartveiki.