50 ára Jóhanna er fædd í Reykjavík en flutti fjögurra ára í Mosfellsbæinn og býr þar. Hún lærði listasögu við Albert-Ludwigs-Universität í Freiburg og lauk MA-gráðu í sýningagerð frá University of Essex

50 ára Jóhanna er fædd í Reykjavík en flutti fjögurra ára í Mosfellsbæinn og býr þar. Hún lærði listasögu við Albert-Ludwigs-Universität í Freiburg og lauk MA-gráðu í sýningagerð frá University of Essex. Hún er verkefnastjóri stafrænnar miðlunar og fræðslu á Borgarsögusafni. Áhugamálin eru fjölskyldan, hreyfing, alls lags listir og sköpun, garðrækt, ferðalög o.fl.


Fjölskylda Eiginmaður Jóhönnu er Sigurjón Björn Björnsson, f. 1977, rafvirki hjá Norðuráli á Grundartanga. Börn þeirra eru Álfrún Vala, f. 2004, Þórey Kristjana, f. 2006, og Sumarliði, f. 2010. Foreldrar Jóhönnu eru hjónin Valgerður Sumarliðadóttir, f. 1940, húsmóðir, og Árni Rúnar Þorvaldsson, f. 1946, múrarameistari. Þau eru búsett í Mosfellsbæ.