Stjörnur LeBron James reynir að stöðva Nikola Jokic í Denver.
Stjörnur LeBron James reynir að stöðva Nikola Jokic í Denver. — AFP/Matthew Stockman
Litlu munaði að Los Angeles Lakers ynni óvæntan útisigur á NBA-meisturunum í körfubolta, Denver Nuggets, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Vesturdeildar í fyrrinótt. Lakers var um tíma með 22 stiga forystu en Denver knúði að lokum fram sigur, 101:99, þar sem Jamal Murray skoraði sigurkörfuna

Litlu munaði að Los Angeles Lakers ynni óvæntan útisigur á NBA-meisturunum í körfubolta, Denver Nuggets, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Vesturdeildar í fyrrinótt. Lakers var um tíma með 22 stiga forystu en Denver knúði að lokum fram sigur, 101:99, þar sem Jamal Murray skoraði sigurkörfuna. Nikola Jokic skoraði 27 stig fyrir Denver og LeBron James 26 fyrir Lakers. Staðan er 2:0 fyrir Denver en tveir næstu leikir fara fram í LA.