Sigurður Már Jónsson
Sigurður Már Jónsson
Blaðamaðurinn Sigurður Már Jónsson fjallar um lamaða innviði vegna hælisleitenda í pistli á mbl.is. Þar vísar hann til fréttar Rúv. um mikið álag á kennara og að ástæðan sé „meðal annars rakin til flókinna nemendahópa og að börn sem ekki hafa íslensku að móðurmáli auki álagið á kennara.

Blaðamaðurinn Sigurður Már Jónsson fjallar um lamaða innviði vegna hælisleitenda í pistli á mbl.is. Þar vísar hann til fréttar Rúv. um mikið álag á kennara og að ástæðan sé „meðal annars rakin til flókinna nemendahópa og að börn sem ekki hafa íslensku að móðurmáli auki álagið á kennara.

Nefnt var sem dæmi að þess fyndust dæmi að 90% nemenda í bekk hefðu ekki íslensku sem móðurmál. Af fréttinni að dæma eru kennarar að kikna undan álagi vegna móttöku flóttamanna. Það á við um fleiri hópa og augljóst að innviðir landsins eru að lamast samhliða því að efasemdir um stefnuna aukast.“

Hann hefur eftir skólamanni sem rætt hafi verið við að ástandið sé „eins og það hefði skollið „fellibylur“ flóttamanna á skólakerfið“.

Þá vísar Sigurður Már til þess að í fjármálaáætlun sé gert ráð fyrir að kostnaður við hælisleitendur fari minnkandi á næstu árum en spyr hvort það sé raunhæft „í ljósi þess hvernig mál eru að þróast erlendis og hafa þróast hér? Flestir alþjóðlegir fréttaskýrendur eru á því að fjöldi flóttamanna til Evrópu muni fremur aukast en hitt.

Alls óvíst er að sátt náist um þá lokun landamæra Íslands sem þarf til að stemma stigu við þessu. Á meðan ríkisstjórnarflokkarnir boða lokun eru margir að hamast við að bæta í raðirnar, það er meira að segja búið að einkavæða innflutning á flóttamönnum frá Gasa!“