Sölvi Kolbeinsson
Sölvi Kolbeinsson
Billy Strayhorn Tribute Band heldur tónleika á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 20. „Billy Strayhorn var ekki aðeins hægri hönd Duke Ellington, heldur gjarnan sú vinstri líka, eins og Ellington orðaði það sjálfur

Billy Strayhorn Tribute Band heldur tónleika á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 20. „Billy Strayhorn var ekki aðeins hægri hönd Duke Ellington, heldur gjarnan sú vinstri líka, eins og Ellington orðaði það sjálfur. Strayhorn starfaði fyrir hertogann undir hans verndarvæng en einnig í skugga hans í 25 ár sem útsetjari og tónskáld. Strayhornísku blæbrigðin eru augljós þeim sem kafar ofan í höfundarverk Ellington/Strayhorn, og einmitt það ætlar þessi kvartett að gera,“ segir í kynningu. Fram koma Sölvi Kolbeinsson á saxófón, Daníel Friðrik Böðvarsson á gítar, Freysteinn Gíslason á bassa og Scott McLemore á trommur.