Veggmynd Verk eftir Maurizio Cattelan fyrir utan Giudecca-kvennafangelsið sem hýsir Páfagarðsskálann.
Veggmynd Verk eftir Maurizio Cattelan fyrir utan Giudecca-kvennafangelsið sem hýsir Páfagarðsskálann. — AFP/Gabriel Bouys
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Feneyjatvíæringurinn, stærsti myndlistarviðburður heims, er haldinn í sextugasta sinn í ár en hann hófst þann 20. apríl og stendur til sunnudagsins 24. nóvember. Tvíæringurinn er einn mikilvægasti vettvangur samtímalistar á heimsvísu en sýningarstjóri hans að þessu sinni er Adriano Pedrosa sem starfar sem listrænn stjórnandi Museu de Arte de São Paulo Assis Chateaubriand (MASP).