Hvítur á leik
Hvítur á leik
1. Rf3 d5 2. g3 Rc6 3. d4 Bf5 4. Bg2 Dd7 5. h3 O-O-O 6. Rh4 Be6 7. f4 h5 8. e3 g6 9. Rd2 Rh6 10. Rb3 b6 11. De2 a5 12. Bd2 Rf5 13. Rxf5 Bxf5 14. Da6+ Kb8 15. c4 Bd3 16. Hc1 e6 17. a3 Bxc4. Staðan kom upp á Íslandsmótinu í skák í opnum flokki sem…

1. Rf3 d5 2. g3 Rc6 3. d4 Bf5 4. Bg2 Dd7 5. h3 O-O-O 6. Rh4 Be6 7. f4 h5 8. e3 g6 9. Rd2 Rh6 10. Rb3 b6 11. De2 a5 12. Bd2 Rf5 13. Rxf5 Bxf5 14. Da6+ Kb8 15. c4 Bd3 16. Hc1 e6 17. a3 Bxc4.

Staðan kom upp á Íslandsmótinu í skák í opnum flokki sem stendur yfir þessa dagana í golfklúbbnum við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ en mótið er styrkt af Mosfellsbæ, Arion banka og Guðmundi Arasyni hf. Alþjóðlegi meistarinn Dagur Ragnarsson (2.333) hafði hvítt gegn stórmeistaranum Guðmundi Kjartanssyni (2.480). 18. Hxc4! dxc4 19. Rxa5! og svartur gafst upp. Mótinu lýkur næstkomandi laugardag en teflt er á hverjum degi þangað til. Indverski stórmeistarinn Dommaraju Gukesh (2.743), 17 ára, varð efstur á áskorendamótinu í skák sem lauk sl. sunnudag og mun að óbreyttu tefla einvígi um heimsmeistaratitilinn gegn Ding Liren (2.762).