— Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarson
Einn af vorboðunum birtist á Húsavík á mánudag, þegar áburðarskipið Hav Norlandia lagði að bryggju í höfninni þar. Skipið var á vegum Líflands sem flytur inn tilbúinn áburð í stórum stíl. Áburðurinn sem fyrirtækið hefur á boðstólum er framleiddur í…

Einn af vorboðunum birtist á Húsavík á mánudag, þegar áburðarskipið Hav Norlandia lagði að bryggju í höfninni þar. Skipið var á vegum Líflands sem flytur inn tilbúinn áburð í stórum stíl.

Áburðurinn sem fyrirtækið hefur á boðstólum er framleiddur í blöndunarstöð Glasson í Montrose í Skotlandi þaðan sem honum er jafnframt skipað út, skv. upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins.

Að sögn Kristins Jóhanns Ásgrímssonar rekstrarstjóra hafnarinnar voru um 800 tonn af áburði hífð frá borði og verður honum síðan komið til bænda í Norðurþingi sem dreifa honum á tún og akra. Sagði hann vorhug kominn í heimamenn, enda blíðuveður brostið á og snjór á hröðu undanhaldi.