— Morgunblaðið/Ómar
Því eru allir að pína fram pólitískar skoðanir hjá forsetaframbjóðendum? Sjálfsagt hafa þeir allir sína sannfæringu og sumir pólitíska fortíð, en embættið í eðli sínu valdalítið virðingar- og sameiningartákn, sem þjóðin ætti, ef henni væri sjálfrátt, að fylkja sér um

Því eru allir að pína fram pólitískar skoðanir hjá forsetaframbjóðendum?

Sjálfsagt hafa þeir allir sína sannfæringu og sumir pólitíska fortíð, en embættið í eðli sínu valdalítið virðingar- og sameiningartákn, sem þjóðin ætti, ef henni væri sjálfrátt, að fylkja sér um.

Þannig gerir forsetinn mest gagn ef hann nær trúnaði fólksins og það beri til hans bæði hlýju og virðingu. Hann skal gæta að áliti þjóðarinnar bæði á erlendri grund með þjóðarleiðtogum og sem þjóðlegur gestgjafi hér heima.

Bessastaðir verði áfram þjóðarhöll Íslendinga sem menn líti til með stolti.

Flestir forsetanna og meðframbjóðenda þeirra hafa komið nálægt pólitík, og sumir verið áberandi í stjórnmálum, en þegar til Bessastaða er komið gilda önnur viðmið og friðarstóllinn er besta hægindið. Þannig á það að vera og þjóðinni fyrir bestu í lengd og bráð. Við höfum verið heppin hingað til. Megi svo áfram verða, öllum til heilla. Nú er bara að standa af sér kosningamánuðinn, svo kemur blessað vorið.

Sunnlendingur