Mikael Máni Ásmundsson
Mikael Máni Ásmundsson
Guitar Poetry, fyrsta sólóplata gítarleikarans og tónskáldsins Mikaels Mána, fékk á dögunum fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum í djasstímaritinu Downbeat

Guitar Poetry, fyrsta sólóplata gítarleikarans og tónskáldsins Mikaels Mána, fékk á dögunum fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum í djasstímaritinu Downbeat. Segir í tilkynningu að platan hafi komið út í lok mars hjá þýska útgáfufyrirtækinu ACT sem sé eitt af leiðandi fyrirtækjum í djassútgáfu í Evrópu. „Öll lögin á Guitar Poetry segja sögur, opna rými og landslag, teikna myndir og eru spegilmynd gítarleikarans, sem er jafn óhefðbundinn og hann er tónlistarlega aðgengilegur, úthverfur intróvert sem segir sögur með tónlistartjáningu af tilfinningu.“

Áður hefur Mikael gefið út þrjár plötur með eigin hljómsveit og fékk plata hans Innermost nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin sem plata ársins 2024 í djasstónlist.