Ahmad Vahidi
Ahmad Vahidi
Stjórnvöld í Argentínu óskuðu eftir því í gær við Interpol að gefin yrði út alþjóðleg handtökuskipun á hendur Ahmad Vahini innanríkisráðherra Írans, en hann er grunaður um aðild að hryðjuverki í Buenos Aires árið 1994

Stjórnvöld í Argentínu óskuðu eftir því í gær við Interpol að gefin yrði út alþjóðleg handtökuskipun á hendur Ahmad Vahini innanríkisráðherra Írans, en hann er grunaður um aðild að hryðjuverki í Buenos Aires árið 1994.

Vahini var á ferðalagi með íranskri sendinefnd til Pakistans og Srí Lanka, og báðu Argentínumenn stjórnvöld í þeim ríkjum einnig að handtaka hann. Vahini er sakaður um að hafa skipað fyrir um sprengjuárás á samfélagsmiðstöð gyðinga í Buenos Aires árið 1994, en 85 manns létust í sprengingunni. Er þetta mannskæðasta hryðjuverk í sögu Argentínu.

Stjórnvöld í Íran sögðu í gær að beiðni Argentínumanna um handtöku Vahinis væri „ólögleg“ og „byggð á lygum“.