Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sá góðkunni fv. ofurbloggari Össur Skarphéðinsson ræskir sig á Facebook vegna umkvartana Jóns Gnarrs, sem finnst nánast svindl að kona sem hefur gegnt stöðu forsætisráðherra leyfi sér að bjóða sig fram gegn honum.

Sá góðkunni fv. ofurbloggari Össur Skarphéðinsson ræskir sig á Facebook vegna umkvartana Jóns Gnarrs, sem finnst nánast svindl að kona sem hefur gegnt stöðu forsætisráðherra leyfi sér að bjóða sig fram gegn honum.

Össur spyr: „Hverjir mega þá bjóða sig fram til forseta? Hvar vill hann draga línuna? Mega t.d. fyndnu kallarnir sem hafa í tvo áratugi verið vinsælustu grínistar sjónvarpa og útvarpa og eru líklega jafn þekktir og helstu brýni stjórnmálanna bjóða sig fram? Vitaskuld. […]

Hvað með fyrrverandi borgarstjóra? Sú staða var löngum talin með þremur valdamestu embættum á Íslandi. Jón Gnarr var sjálfur (góður) borgarstjóri og tröllreið fjölmiðlum í því hlutverki. Er eitthvað að því að hann bjóði sig til forráða á Bessastöðum? Vitaskuld ekki.

Fólk á einfaldlega að hafa val. Ef menn vilja einstakling sem hefur djúpa reynslu líkt og Ólafur Ragnar eða Katrín Jakobsdóttir þá eiga þeir að hafa frelsi til að geta valið slíkan frambjóðanda ef hann á annað borð er í boði. […]

Jón Gnarr á að hætta að væla um þetta í hverjum þætti, og hætta að vera gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson. Þá munu snarlega aukast líkurnar á að hann muni í framtíðinni brosa sínu breiða brosi af Álftanesinu til glaðrar þjóðar.“