Ungir einleikarar koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands annað kvöld, föstudaginn 26. apríl, klukkan 19.30 í Eldborgarsal Hörpu. Á efnisskránni má meðal annars finna verk eftir Carl Maria von Weber, M

Ungir einleikarar koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands annað kvöld, föstudaginn 26. apríl, klukkan 19.30 í Eldborgarsal Hörpu. Á efnisskránni má meðal annars finna verk eftir Carl Maria von Weber, M. Ravel og Jórunni Viðar en hljómsveitarstjóri er Petri Sakari.

Einleikarar eru þau Helga Diljá Jörundsdóttir og Tómas Vigur Magnússon sem spila á fiðlu, fagottleikari er Hrafn Marinó Thorarensen, á selló leikur María Qing Sigríðardóttir og píanóleikari er Ólína Ákadóttir.