Sigurhæðir Pastelverk Egils Loga og Þorbjargar eru númer 36 og 37.
Sigurhæðir Pastelverk Egils Loga og Þorbjargar eru númer 36 og 37.
Egill Logi, eða Drengurinn fengurinn, tónlistar- og myndlistarmaður, og Þorbjörg Þóroddsdóttir ungskáld kynna eigin verk í Pastel-ritröð í dag, sumardaginn fyrsta, klukkan 13 í Sigurhæðum á Akureyri

Egill Logi, eða Drengurinn fengurinn, tónlistar- og myndlistarmaður, og Þorbjörg Þóroddsdóttir ungskáld kynna eigin verk í Pastel-ritröð í dag, sumardaginn fyrsta, klukkan 13 í Sigurhæðum á Akureyri. Segir í tilkynningu að verkin hafi komið fersk úr Prentsmiðjunni á Akureyri nú á dögunum og séu númer 36 og 37 í verkaröð Pastel. Egill, sem starfar á Akureyri, er hluti af listhópnum Kaktus og ber pastelverkið hans heitið „Hohner mér vel“ en Þorbjörg er 19 ára gömul og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri í fyrra. Þorbjörg hefur unnið til þrennra verðlauna í ritlistasamkeppni Ungskálda en verk hennar í Pastel ber titilinn „Vögguvísuatómapar“.