Fjárfestar tóku vel í tilkynningu Musks.
Fjárfestar tóku vel í tilkynningu Musks. — AFP
�  Hlutabréfaverð bandaríska rafmagnsbílaframleiðandans Tesla hækkaði um 11% í gær eftir Elon Musk forstjóri Tesla tilkynnti á fjárfestakynningu að fyrirtækið hygðist flýta fyrir framleiðslu á hagkvæmari rafmagnsbílum

�  Hlutabréfaverð bandaríska rafmagnsbílaframleiðandans Tesla hækkaði um 11% í gær eftir Elon Musk forstjóri Tesla tilkynnti á fjárfestakynningu að fyrirtækið hygðist flýta fyrir framleiðslu á hagkvæmari rafmagnsbílum. Financial Times greindi frá þessu.

Í umfjöllun blaðsins kemur fram að Tesla bindur vonir við að tilkynningin komi til með að örva hlutabréfaverð fyrirtækisins, þar sem hlutabréf fyrirtæksins hafa fallið um 40% frá því í byrjun árs.

Verðfall á hlutabréfum Tesla er rakið til þess að hægt hefur á afhendingum nýrra rafmagnsbíla, minni framlegðar, mögulegs flutnings fyrirtækisins í annað ríki í Bandaríkjunum og áforma um að skera niður 10% af vinnuaflinu, eða um 14 þúsund manns.

Þá hafa flestir stóru bandarísku bílaframleiðendurnir greint frá samdrætti í sölu rafmagnsbíla vegna minnkandi eftirspurnar neytenda, sem kjósa fremur tvinnbíla. Einnig hefur aukin samkeppni frá kínverskum fyrirtækjum á borð við BYD og Nio haft áhrif á hlutabréfaverð Tesla.

Þá segir að Tesla hafi afhent tæplega 387 þúsund rafmagnsbíla á milli janúar og mars, sem er 8% minni sala en á sama tíma á síðasta ári.
arir@mbl.is