Vinnufundur var haldinn í gær í kjaradeilu Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Sameykis við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Ákveðið var að boða viðsemjendur til sáttafundar á nýjan leik á morgun

Vinnufundur var haldinn í gær í kjaradeilu Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Sameykis við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Ákveðið var að boða viðsemjendur til sáttafundar á nýjan leik á morgun.

„Við ætlum að leyfa okkur að vera svolítið vongóð um að hann verði til gagns,“ sagði Unnar Örn Ólafsson formaður FFR í gær.

Samningar runnu út í lok janúar og segir Unnar að hiti sé kominn í félagsmenn en kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara fyrr í þessum mánuði. „Við erum bjartsýn á fundinn á föstudaginn og bindum miklar vonir við að það komi eitthvað bitastætt út úr honum,“ segir Unnar Örn. omfr@mbl.is