Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Eldarnir, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur rithöfund, fá fjögur hjörtu af sex mögulegum hjá danska miðlinum Politiken á dögunum. Segir meðal annars í umfjöllun Thomas Bredsdorff gagnrýnanda um verkið að Sigríður starfi sem fréttamaður og kunni að…

Eldarnir, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur rithöfund, fá fjögur hjörtu af sex mögulegum hjá danska miðlinum Politiken á dögunum. Segir meðal annars í umfjöllun Thomas Bredsdorff gagnrýnanda um verkið að Sigríður starfi sem fréttamaður og kunni að miðla efni og þekkingu. Þá sýni hún og sanni að hún sé listamaður og að verkið sé það vel þýtt að það gæti allt eins hafa verið skrifað á dönsku. „Lesandinn er rækilega upplýstur um eldgosakerfið á Reykjanesskaganum [...] Kaflarnir hefjast á brotum úr kennslubókum. Ég hef lært svo mikið að ég gæti skrifað BS-ritgerð í faginu,“ skrifar Bredsdorff. Þá lýsir hann aðalpersónu sögunnar, Önnu, ítarlega og því sem hún er að fást við bæði í vinnu og einkalífinu. Hún viti allt um óróann sem kraumi neðanjarðar en það sem leynist undir yfirborðinu hjá henni komi smám saman í ljós.