30 ára Andrea er Reykvíkingur og Grafarvogsbúi, ólst upp í Rimahverfi en býr í Foldahverfi. Hún er með BA-gráðu í ensku frá Háskóla Íslands og er í smá pásu frá meistaranáminu. Andrea vinnur í bakvinnslu lífeyrissjóða í Landsbankanum

30 ára Andrea er Reykvíkingur og Grafarvogsbúi, ólst upp í Rimahverfi en býr í Foldahverfi. Hún er með BA-gráðu í ensku frá Háskóla Íslands og er í smá pásu frá meistaranáminu. Andrea vinnur í bakvinnslu lífeyrissjóða í Landsbankanum. Áhugamálin eru ferðalög, útivist og göngur.


Fjölskylda Sambýlismaður Andreu er Pétur Birgisson, f. 1993, vinnur í fjárhagsdeild í Landsbankanum og er í meistaranámi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Dóttir þeirra er Ólöf Hekla, f. 2024. Foreldrar Andreu eru hjónin Gylfi Björnsson, f. 1946, vann sem smiður í leikfangaverslun, og Guðrún Þórðardóttir, f. 1954, vann í launadeild Landsbankans. Þau eru búsett í Foldahverfinu.