Tumi fer til tunglsins Verkið tekur um 40 mínútur í flutningi.
Tumi fer til tunglsins Verkið tekur um 40 mínútur í flutningi.
Nýtt íslenskt tónlistarævintýri, Tumi fer til tunglsins, verður frumflutt í dag, sumardaginn fyrsta. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Barnamenningarhátíðar í Hörpu og verður verkið flutt í Norðurljósum kl

Nýtt íslenskt tónlistarævintýri, Tumi fer til tunglsins, verður frumflutt í dag, sumardaginn fyrsta. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Barnamenningarhátíðar í Hörpu og verður verkið flutt í Norðurljósum kl. 11.15 og 13.30. Kemur fram í tilkynningu að í léttum söngvum og leiklesnum sögumannstexta í bundnu máli segi frá Tuma litla sem getur ekki sofnað. „Hann þiggur boð karlsins í tunglinu um að koma til hans „á góðra vina fund“ og svífur af stað í rúminu sínu út í vornóttina. Á vegi hans verða forvitnir fuglar, lífsreyndir regndropar, börn frá öllum heimshornum og sjálfur karlinn í tunglinu sem hefur lengi gefið jarðarbúum gætur og á nú mikilvægt erindi við börnin.“ Höfundur tónlistar og texta er Jóhann G. Jóhannsson, sögumaður er Sigrún Edda Björnsdóttir, Oddur Arnþór Jónsson er karlinn í tunglinu og hlutverk Tuma syngur Gunnar Erik Snorrason. Þá gegna Stúlknakór Reykjavíkur og Aurora stóru hlutverki auk lítillar hljómsveitar undir stjórn Ragnheiðar Ingunnar Jóhannsdóttur.