— AFP/Henry Nicholls
Forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, og Olaf Scholz Þýskalandskanslari hétu því í gær að ríki þeirra myndu eiga í nánara samstarfi í varnarmálum en áður. Ætla Bretar og Þjóðverjar m.a. að þróa saman nýja tegund af hábyssum og auka um leið samstarf á milli vopnaframleiðenda ríkjanna

Forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, og Olaf Scholz Þýskalandskanslari hétu því í gær að ríki þeirra myndu eiga í nánara samstarfi í varnarmálum en áður. Ætla Bretar og Þjóðverjar m.a. að þróa saman nýja tegund af hábyssum og auka um leið samstarf á milli vopnaframleiðenda ríkjanna.

Leiðtogarnir hétu því jafnframt að Bretar og Þjóðverjar myndu standa með Úkraínumönnum gegn innrás Rússa svo lengi sem þörf krefði á, en Sunak tilkynnti í fyrradag að Bretar myndu senda hernaðaraðstoð til Úkraínu sem metin væri á hálfan milljarð sterlingspunda.

Scholz sagði í gær að hann myndi standa við ákvörðun sína um að senda ekki langdrægar Taurus-flaugar til Úkraínu. Sagði Scholz að Þjóðverjar myndu þrátt fyrir það áfram senda mikið af öðrum hergögnum þangað.